fbpx

Úr vanlíðan í vellíðan

TILEINKAÐU ÞÉR GRUNDVALLARATRIÐI VELGENGNINNAR OG LIFÐU LÍFINU SEM ÞIG DREYMIR UM

Úr vanlíðan í vellíðan

TILEINKAÐU ÞÉR GRUNDVALLARATRIÐI VELGENGNINNAR
OG LIFÐU LÍFINU SEM ÞIG DREYMIR UM
RIM
(Regenerating Images in Memory)
NÝTT –  Í FYRSTA SINN Í BOÐI Á ÍSLANDI

RIM, Regenerating Images in Memory eða “að endurmynda minningar í minni“ er byltingarkennd aðferð sem notar allan heilann til að vinna á náttúrulegan hátt úr tilfinningum. Taugavísindi staðfesta nú það sem RIM hefur gert í áratugi. RIM er aðferð þar sem skjólstæðingur er með lokuð augu og notar vinstri heila, hægri heila, líkamsskynjun og samtal, umbreytingartækni sem losar fljótt og auðveldlega fastar neikvæðar tilfinningalegar minningar og endurmyndar þær í jákvæðar.

Rannsóknir sýna að RIM dregur verulega úr einkennum streitutengdra veikinda og eykur verulega lífsgæðin (Boxwell Dissertation, Holos University, 2004). Háskólinn í Colorado er að hefja rannsókn á RIM sem stuttri íhlutunaraðferð.

RIM aðferðin byggir á taugavísindum og gerir þér kleift að búa til tilfinningu í taugakerfinu á djúpstæðan hátt. Niðurstöður taugavísinda styðja virkni RIM með því að útskýra að heili og taugakerfi séu breytanleg. Árið 2000 uppgötvaði rannsakandi við College of William and Mary að þegar maður kallar fram gamla minningu verður hún lífefnafræðilega óstöðug svo hægt er að endurmynda hana á jákvæðan hátt. Nánar um vísindin: https://www.riminstitute.com/the-rim-institute/the-science-of-rim/

RIM er notað af sálfræðingum, þjálfum, meðferðaraðilum, ráðgjöfum, hjúkrunarfræðingum, félagsráðgjöfum og fólki í öðrum starfsgreinum sem aðstoða fólk.

RIM er stjórnað af skjólstæðingnum, ekki leiðbeinandanum. Skjólstæðingurinn er alltaf öruggur og hefur fulla stjórn á reynslu og upplifun. 

Vegna þessa grundvallarmismunar er hlutverk RIM leiðbeinanda mjög frábrugðið þjálfara eða geðmeðferðaraðila. RIM er EKKI meðferð. 

Hver tími er sjálfstæður, oft dugar einn tími. Tímarnir geta farið fram á staðnum eða í gegnum síma eða tölvu. 

*Frábending: RIM er EKKI fyrir þá sem eru með geðsjúkdóma sem trufla getuna til að greina raunveruleikann. 

RIM byggir á þeirri undirliggjandi forsendu að við séum öll heil, jafnvel þó að við höfum lent í erfiðleikum og áföllum í lífinu, í stað þess að að vera “brotin” eða eitthvað að okkur.

Áföll í lífinu skapa minningar sem leggjast ofan á okkar sanna eðli. Stundum ruglum við leifunum af þessum áföllum og erfiðum upplifunum saman við það hver við erum. Við erum ekki það sem henti okkur í lífinu. RIM hjálpar okkur að leysa upp og endurmynda sársaukafullar tilfinningar og minningar, svipað því að dusta rykið af húsgögnunum í stofunni til að afhjúpa náttúrulegan ljóma okkar og leyfa lífsgleðinni að skína í gegn. Hvað þarft þú að dusta af þér?

Dr. Deborah Sandella, höfundur RIM kennir að við séum öll fædd með náttúrulegt, lífrænt tilfinningalegt stýrikerfi (Emotional Operating System) sem í eðli sínu veit hvernig á að efla jákvæðar tilfinningar og leysa upp neikvæðar. Hún telur að við séum náttúrulega skapandi, útsjónarsöm, heil og að við getum læknað okkur sjálf. 

Dr. Deborah Sandella PhD, RN, er upphafsmaður hinnar byltingarkenndu RIM aðferðar og stofnandi RIM Institute. Hún er margverðlaunaður geðmeðferðaraðili, með meistaragráðu í geðhjúkrun, doktorsgráðu í mannlegum samskiptum, háskólaprófessor og frumkvöðull sem hefur unnið við nýsköpun síðan snemma á áttunda áratugnum. Hún er höfundur alþjóðlegu metsölubókarinnar „Goodbye Hurt & Pain, 7 Simple Steps to Health, Love and Success“. 

Nánar um RIM og Dr. Deborah Sandella https://www.riminstitute.com/

What lies before us and what lies behind us are small matters compared to what lies within us. And when you bring what is within out into the world, miracles happen

– Ralph Waldo Emerson

Lífsþjálfun  Árangursþjálfun  Markþjálfun

Þjálfunin byggir á aðferðum Jack Canfield sem er þekktasti lífs- og velgengnisþjálfi í Ameríku. Hann er margverðlaunaður rithöfundur, hvatningarræðumaður, fyrirtækjaþjálfari og frumkvöðull. Hann er meðhöfundur “Chicken Soup for the Soul” bókaseríunnar sem inniheldur yfir 250 titla og hefur selst í yfir 500 milljónum eintaka á 40 tungumálum. Árið 2005 skrifaði hann bókina “The Success Principles, How to Get from Where You Are to Where You Want to Be” ásamt Janet Switzer. Lestu meira um Jack Canfield hér.

HÁMARKAÐU GETU ÞÍNA

Flest eigum við stóra drauma í lífinu. Við þráum að skapa okkur gott og innihaldsríkt líf. Við viljum upplifa ást og og vináttu, vera sterk tilfinningalega, heilbrigð á líkama og sál og búa við fjárhagslegt öryggi. Við viljum vita að við séum góð í því sem við gerum, að við náum góðum árangri og að við höfum jákvæð áhrif. Við höfum öll getu til þess að breyta okkur sjálfum og árangur byrjar með breytingum.

Margir eyða lífinu í að bregðast við núverandi aðstæðum sínum í stað þess að skapa drauma aðstæður sínar. 

Er lífið er ekki eins og þú vilt hafa það? Hvað ef einföld formúla gæti orðið til þess að breyta lífi þínu? 

Atburður + Viðbrögð = Útkoma

You only have control over three things in your life—the thoughts you think, the images you visualize, and the actions you take (your behavior).
– Jack Canfield

Þegar eitthvað gerist í lífinu hættir okkur til að kvarta yfir því eða kenna öðrum um en það breytir ekki útkomunni. Það eina sem við höfum stjórn á eru viðbrögðin, hvað við hugsum, sjáum fyrir okkur í huganum og hvað við gerum. Þannig að ef við viljum fá aðra útkomu þurfum við að hætta að kvarta, skammast og kenna öðrum um. Við þurfum að ákveða að taka 100% ábyrgð á öllu sem við hugsum, segjum og framkvæmum. 100 % ábyrgð á okkar lífi. Það er grundvallaratriði velgengninnar #1 og það sem allt annað í lífinu byggir á.

Sjáðu fyrir þér breytinguna á lífi þínu, hvernig tilfinningin er þegar þú hefur: 

Ákveðið að taka 100% ábyrgð á þínu lífi
Fengið skýra mynd af tilgangi þínum og ástríðu. Hvað hefur þig alltaf langað til að gera?
Fengið aukið sjálfstraust til þess að hámarka árangur og ánægju í lífi og starfi
Hætt að láta tilfinningarnar stjórna þér (oft án þess að þú áttir þig á því)
Losnað við hræðslu, framkvæmir, getur sagt nei, gefst aldrei upp
Tileinkað þér nýja hugsun, nýjar daglegar venjur og nýtur þess að vera til
Náð markmiðunum og áttað þig á að þú getur skapað þér það líf sem þig dreymir um
Ert orðin besta útgáfan af þér 

Ég hef víðtæka þekkingu og reynslu til að hjálpa þér að komast þaðan sem þú ert þangað sem þú vilt vera. En umfram allt er ég hér til að styðja þig, hvetja og rétta þér verkfærin.

Ég er menntaður Canfield þjálfi, einning útskrifuð í aðferðarfræði Canfield.  Auk þess er ég RIM leiðbeinandi og í meistaranámi hjá The RIM Institute. Ég hef áratugareynslu sem ljósmóðir, söngkona og dagskrárgerðarmaður í útvarpi og sjónvarpi.

Lærðu grundvallaratriði velgengni – velgengni skilur eftir sig spor
Umbreyttu þér til árangurs – árangur byrjar með breytingum
Byggðu árangursteymið þitt – hverja viltu hafa í þínu teymi?
Stofnaðu til árangursríkra sambanda – saman náum við meiri árangri
Skapaðu velgengi í fjármálum – fjárhagslegt frelsi

Það er alltaf réttur tími til að leggja af stað þaðan sem þú ert í lífinu og fara þangað sem þig langar að vera.

You have the power to achieve greatness and create anything and everything you want in life, but you have to take action.
– Jack Canfield

Tengjumst!