Hverning líst þér á að losna við neikvæðar tilfinningar og vanlíðan?

Eftir tafir vegna Covid 19 er ég loksins útskrifuð sem RIM Master Facilitator, sá fyrsti og eini á Íslandi og er búin að opna stofu í Hlíðasmára 19, 2.hæð. Verið velkomin.

Við fáum öll krefjandi verkefni í lífinu og okkur gengur misvel að takast á við þau. Gleði og sorg eru systur, við komumst ekki hjá því að upplifa sorg og vanlíðan á lífsleiðinni. Stundum er nauðsynlegt að fá hjálp.

Mastersverkefnið, sem ég og Cathleen Elle gerðum saman, fjallaði um ávinninginn af því að nota RIM til að komast í gegnum sorgarferli.

Rannsóknin kannaði mismunandi áhrif tveggja sex vikna inngripa (tvö ólík námskeið) á konur á aldrinum 35-65 ára sem voru að upplifa mikla sorg eftir missi ástvinar á síðustu tveimur árum. Þáttakendum var skipt í tvo hópa, RIM annars vegar og lífsþjálfun/umbreytingaþjálfun hins vegar. Þáttakendur í báðum hópum höfðu svipuð áfallaeinkenni og svipaða sögu um skaðlega atburði í æsku.

Námskeiðin voru vikulega hjá báðum hópum, 1 klst. í senn. Lífsþjálfunin/umbreytingaþjálfunin lagði áherslu á færni eins og að taka fulla ábyrgð og að stíga meðvituð skref til að breyta lífinu í sorgarferlinu.
RIM hópurinn fókuseraði á tilfinningalega úrvinnslu í gegnum umbreytingu á minningum og merkingu varðandi missinn.

Við settum fram þá tilgátu að það mundi draga meira úr vanlíðan sem fylgir því að lifa með djúpri sorg hjá þáttakendunum í RIM hópnum.

Eigindleg greining á athugasemdum eftir námskeiðin leiddi í ljós að þó að báðum hópum hafi fundist íhlutunin (námskeiðin) hjálpleg voru sértækar niðurstöður mismunandi: Árangurinn sem lífsþjálfunarhópurinn upplifði og lagði áherslu á var meiri sjálfsviðurkenning, sjálfsstjórn og betri samskipti við aðra en árangurinn sem RIM hópurinn upplifði og lagði áherslu á var meðal annars að upplifa tilfinningalega heilun, samþykki á sorgarferlinu, meiri endurtengingu við aðra og aukna sjálfsvitund.

Þátttakendur í báðum hópar upplifðu jákvæðar breytingar en á ólíkan hátt eins og kemur t.d. fram í svörum við spurningunni „Hvernig hefur þetta ferli breytt lífi þínu?“ Þáttakendur í lífsþjálfunarhópnum töluðu um „nýja innsýn varðandi leiðir til að gera breytingar“ á meðan þáttakendur í RIM hópnum svöruðu „ný innsýn á leiðir til að upplifa tilfinningar/vera.“ Báðar breytingarnar eru augljóslega jákvæðar.

Lífsþjálfunarhópurinn lýsti því að hafa betri stjórn – á tilfinningum, gjörðum og framtíðarplönum. Niðurstöður RIM hópsins voru sterkari sjálfsmynd – að líða betur með sjálfa sig, betri tilfinningaleg líðan og það sem er mikilvægast – „að vilja halda áfram að lifa“.

Báðir hóparnir upplifðu jákvæðar breytingar sem voru í samræmi við áherslur og innihald námskeiðanna. RIM hópurinn upplifði létti, það dró úr sumum af sársaukafyllstu tilfinningum sem maðurinn upplifir – skömm, sjálfsásökunum, að finnast maður einskis virði og sektarkennd. Báðir hóparnir upplifðu minni kvíða, sem er önnur erfið tilfinning sem varir oft lengi.

Ennfremur upplifðu þátttakendur í lífsþjálfunarhópnum betra tilfinningalegt jafnvægi (ekki jafn miklar tilfinningasveiflur) auk þess að finna færri tilfinningar tengdar þunglyndi og því að tengjast ekki ástvinum.

Þessar ólíku niðurstöður benda til þess að RIM sé ákjósanlegri kostur til þess að græða erfiðustu og sársaukafyllstu tilfinningarnar á meðan lífsþjálfun er gagnleg til að bæta almennt ástand.

Hér er slóðin á Mastersverkefnið:
The Benefits of RIM for Moving Through Grief

Þess má geta að ég nota báðar aðferðir eftir þörfum hvers og eins.

Hvað er RIM?
RIM (Regenerating Images in Memory) er aðferð til að endurmynda minningar í minni, losa fastar, neikvæðar tilfinningar, minningar og vanlíðan sem hafa hindrað þig í að ná árangri, jafnvel án þess að þú hafir áttað þig á því.

Skortir þig sjálfstraust?
Hefurðu orðið fyrir áfalli?
Ertu að upplifa sorg efti missi, skilnað, veikindi eða annað?
Er hræðsla að stoppa þig?
Ertu að fresta hlutum en veist ekki af hverju?
Viltu læra að ná stjórn á tilfinningum þínum?
Vantar þig aðstoð við að takast á við tilveruna, ná stjórn á henni og skipuleggja framhaldið?

Þá mæli ég með RIM, það er nauðsynlegt að byrja á byrjuninni.
Það getur tekið einn tíma, hugsanlega fleiri, við finnum út úr því saman.

Námið

Ég byrjaði í RIM náminu hjá Dr. Deborah Sandella við the RIM Institute árið 2018, strax eftir að ég útskrifaðist frá Jack Canfield sem Success Principles Trainer og Canfield Methodology Trainer en ég er eini íslendingurinn sem hefir lokið námi hjá Jack Canfield.

Jack Canfield er þekktasti lífs- og velgengnisþjálfi í Ameríku. Hann er margverðlaunaður rithöfundur, hvatningarræðumaður, fyrirtækjaþjálfari og frumkvöðull. Hann er meðhöfundur “Chicken Soup for the Soul” bókaseríunnar sem inniheldur yfir 250 titla og hefur selst í yfir 500 milljónum eintaka á 40 tungumálum. Árið 2005 skrifaði hann bókina “The Success Principles, How to Get from Where You Are to Where You Want to Be” ásamt Janet Switzer.

Success Principle eða árangursregla nr.1 er „Taktu 100% ábyrgð á þínu lífi“, það er gunnurinn sem allt byggir á. Ertu með það á hreinu hvað þú átt að vera að gera í lífinu? Veistu hvað þú vilt? Er hræðslan að stoppa þig? Framkvæmirðu ekki það sem þig langar til að gera? Finnst þér óþægilegt að biðja um aðstoð eða spurja? Seturðu þér markmið? Á hvaða leið ertu?

Sjáðu fyrir þér breytinguna á lífi þínu, hvernig tilfinningin er þegar þú hefur:

Ákveðið að taka 100% ábyrgð á þínu lífi.
Fengið skýra mynd af tilgangi þínum og ástríðu. Hvað hefur þig alltaf langað til að gera?
Fengið aukið sjálfstraust til þess að hámarka vellíðan og árangur og ánægju í lífi og starfi.
Hætt að láta tilfinningarnar stjórna þér (oft án þess að þú áttir þig á því).
Losnað við hræðslu, framkvæmir, getur sagt nei, gefst aldrei upp.
Tileinkað þér nýja hugsun, nýjar daglegar venjur og nýtur þess að vera til.
Náð markmiðunum og áttað þig á að þú getur skapað þér það líf sem þig dreymir um.
Ert orðin besta útgáfan af þér.

Byrjum á innri hreingerningu, það er nauðsynlegt að byrja á því að horfa inn á við og losa sig við innri hindranir: neikvæðu tilfinningarnar, minningarnar og hvað sem það er sem er að stoppa þig af og valda vanlíðan.

Í framhaldi af því rétti ég þér verkfæri til að komast þaðan sem þú ert þangað sem þú vilt vera, já, alla leið þangað sem þú getur farið, af því að það sem þú getur látið þig dreyma um geturðu framkvæmt. Á hvaða leið ertu?

Er ekki kominn tími á að losna við þessa vanlíðan?

Smelltu hér ef þú vilt panta tíma

Tíminn getur líka farið fram á netinu, þannig að það skiptir ekki máli hvort þú ert í Reykjavík, úti á landi eða í útlöndum. RIM er jafn áhrifaríkt hvort sem þú ert á stofunni hjá mér eða heima hjá þér, í tölvunni eða símanum.