Dagurinn í dag er stór dagur fyrir mig, bókin WOMEN WHO RISE er komin út! Loksins! Bókin, sem er 6. bókin í bókaseríu Kate Butler, Inspired Impact Book Series, er fáanleg á Amazon í dag. Vegna Covid 19 sendir Amazon ekki til Íslands í augnablikinu en það er hægt að kaupa Kindle útgáfuna með því að smella á myndina hér fyrir neðan og hlaða henni niður strax.

Bókin inniheldur reynslusögur 30 kvenna, sögur af erfiðum atburðum og verkefnum í lífinu sem okkur tókst að yfirstíga, hvernig okkur tókst að RÍSA upp og hvernig lífið gjörbreyttist eftir það til hins betra.

Markmiðið er að styrkja og hvetja lesendur. Þetta hefur verið ótrúlega spennandi og skemmtilegt verkefni undanfarna mánuði, mikill lærdómur og heiður að kynnast öllum þessu sterku og einstöku konum. Ég vona að sagan mín hvetji og hjálpi þeim sem þurfa á því að halda.

Líf mitt tók nýja stefnu fyrir 5 árum, þið getið lesið allt um það í bókinni. Það leiddi mig á nýjar slóðir. Þess vegna er ég einn af höfundunum í þessari bók. Ekki hvarflaði það að mér árið 2015!

Ég útskrifaðist sem RIM leiðbeinandi í júlí 2019 og í dag er ég í mastersnámi við The RIM Institute. Ég er fyrsti og eini RIM leiðbeinandi á Íslandi og eini íslendingurinn sem er útskrifaður Canfield lífsþjálfi og í aðferðafræði Canfields. Þú getur lesið meira um RIM (að endurmynda minningar í minni) og Canfield þjálfunina á heimasíðunni.

Í dag hjálpa ég fólki að leysa upp neikvæðar hugsanir, tilfinningar og minningar, fara úr vanlíðan í vellíðan og í framhaldinu að ná tökum á tilverunni og tileinka sér þau lykilatriði sem þarf til að ná árangri. Að taka flugið og breyta lífinu til hins betra. Fyrst ég gat það geta allir það! Með RIM og árangursreglum Canfields.

Dagurinn í dag er helgaður bókinni Women Who Rise og nýju heimasíðunni sem fór í loftið í dag. Þar finnurðu allar upplýsingar og getur pantað tíma. Já, í dag er það WOMEN WHO RISE!